• mán. 05. des. 2005
  • Leyfiskerfi

Leyfisferlið fyrir 2006 farið af stað

Hásteinsvöllur að vori
hasteinsvollur

Leyfisferlið fyrir keppnistímabilið 2006 hófst 15. nóvember síðastliðinn, þegar nauðsynleg gögn voru send til þeirra félaga sem unnið hafa sér rétt til að leika í Landsbankadeild karla 2006.  Félögin hafa þegar hafið vinnu við undirbúning gagna.

Hvert það félag sem vinnur sér þátttökuréttinn þarf þó að sækja um þátttökuleyfi, samkvæmt reglum leyfiskerfis KSÍ.  Uppfylla þarf forsendur í fimm flokkum:

  • Knattspyrnulegar forsendur
  • Mannvirkjaforsendur
  • Starfsfólk og stjórnun
  • Lagalegar forsendur
  • Fjárhagslegar forsendur

Fylgigögnum, öðrum en fjárhagslegum, ber félögunum að skila eigi síðar en 15. janúar, en fjárhagslegum gögnum skal skila eigi síðar en 15. febrúar.  Ákvörðun leyfisráðs um veitingu eða synjun þátttökuleyfis til handa félögunum ætti síðan að liggja fyrir um miðjan mars.

Nánar má lesa um leyfiskerfi KSÍ hér á síðunni.