• þri. 14. júl. 2009
  • Dómaramál

Fjórir dómaraeftirlitsmenn frá Íslandi á Evrópuleikjum

UEFA
uefa_merki

Í vikunni verður leikið í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeild UEFA.  Íslensku félögin Fram, KR og FH verða þar í eldlínunni en einnig verða íslenskir eftirlitsmenn víðsvegar um Evrópu að störfum.

Egill Már Markússon verður dómaraeftirlitsmaður í Wales í kvöld þegar að Rhyl FC og FK Partizan mætast í Meistaradeild Evrópu.  Á fimmtudag verða svo þrír dómaraeftirlitsmenn að störfum í Evrópudeild UEFA og einn eftirlitsmaður.  Sigurður Hanneson verður í Sviss þar sem FC Basel og FC Santa Coloma eigast við.  Í Luxemborg verður Ingi Jónsson á leik FC Differdange 03 og HNK Rijeka og Eyjólfur Ólafsson verður að störfum á leik Falkirk og Vaduz í Skotlandi.  Þá verður Guðmundur Pétursson eftirlitsmaður UEFA í Litháen á leik FK Vetra og HJK Helsinki.