• fös. 27. apr. 2012
  • Lög og reglugerðir
  • Agamál

Athygli vakin á breytingum á reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Á stjórnarfundi 8. mars síðastliðinn voru samþykktar breytingar á reglugerð um aga- og úrskurðarmál og hefur félögunum verið tilkynnt um þessa breytingu með dreifibréfi.  Rétt er, nú þegar stutt er í að Íslandsmótin og Bikarkeppni hefja göngu sína, að vekja athygli á þessum breytingum.

Breytingar voru gerðar m.a. á 13. grein reglugerðar sem nefnist "Viðurlög við agabrotum".  Viðurlögin er nú sem hér segir:

13.1. Viðurlög við agabrotum ákvarðast sem hér segir:

13.1.1.  Leikmaður sem fær eftirfarandi fjölda áminninga á sama keppnistímabili skal úrskurðaður í leikbann sem hér segir:

  • 4 áminningar – bann í 1 leik
  • 7 áminningar – bann í 1 leik
  • 10 áminningar – bann í 1 leik
  • Þriðja hver áminning eftir það - bann í 1 leik

13.1.2. Leikmaður, sem vísað er af leikvelli einu sinni eða oftar á sama keppnistímabili, skal fara sjálkrafa í leikbann í næsta leik eða næstu leikjum sem hér segir:

  • 1. brottvísun –sjálfkrafa bann í 1 leik
  • 2. brottvísun – sjálfkrafa bann í 2 leiki
  • 3. brottvísun – sjálfkrafa bann í 3 leik
  • 4. brottvísun – sjálfkrafa bann í 4 leiki, o.s.frv.

Þá voru einnig gerðar breytingar á grein 6.2 í reglugerðinni og hljómar hún nú svona:

Nýtt ákvæði 6.2.

6.2. Leikmaður, þjálfari eða forráðamaður liðs sem fær brottvísun, eða sem dómari gerir skriflegar athugasemdir við, hefur heimild til að gera skriflega athugasemd við brottvísunina/ athugasemdina til aga- og úrskurðarnefndar til hádegis þess dags sem næsti reglulegi fundur nefndarinnar fer fram. Viðkomandi skal fá afrit gagna og koma með sínar athugasemdir strax eða innan þeirra tímamarka sem aga- og úrskurðarnefnd setur honum. Athugasemd þessi kemur ekki í veg fyrir að sá sem í hlut á fái sjálfkrafa leikbann, en getur haft áhrif varðandi þyngingu refsingar þegar mál er úrskurðað.

Greinargerð: Með ofangreindri breytingu er leikmönnum /þjálfurum/forráðamönnum /félögum gert auðveldara að nálgast atvikaskýrslu dómara.

Reglugerð um KSÍ aga- og úrskurðarmál

Dreifibréf til aðildarfélaga - Nr. 3