• fös. 10. maí 2013
  • Dómaramál

Um viðbótartíma

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Nokkur umræða hefur verið um viðbótartíma og hvaða reglur gilda varðandi hann.  Rétt er að benda á upplýsingar um viðbótartíma sem finna má í áhersluatriðum dómaranefndar 2013.

“Viðbótartími. Þegar "viðbótartími" vegna meiðsla og annarra leiktafa er reiknaður ber dómurum að gera ráð fyrir að "venjuleg" skipting taki annað hvort 30 sekúndur eða eina mínútu (eftir því sem við á). Við "óvenjuleg" tilfelli ber dómurum þó að bæta við nákvæmlega þeim tíma sem fór forgörðum.

Viðbótartími (sem 4M sýnir). Þegar viðbótartími er reiknaður skal farið upp í næstu heilu mínútu (þ.e. 1,25 mín. jafngildir 2,00 mín.).

Viðbótartími (flautað af). Dómarar skulu flauta leikinn af þegar leiktíma (og viðbótartíma) er lokið, með 3-4 sekúndna sveigjanleika, ef enginn aukatími fór forgörðum í "viðbótartímanum". Hins vegar ber þeim að láta "rætast úr" auka- eða hornspyrnu sem dæmd er áður en viðbótartímanum er lokið, sér í lagi ef brotið kallar á gult eða rautt spjald (með sama hætti og ef um vítaspyrnu er að ræða í lok leiks).

Viðbótartími (flautað af). Dómarar verða að virða þau fyrirmæli að sá viðbótartími sem fjórði dómarinn sýnir í lok leiks sé lágmarksviðbótartími (þ.e. ekki flauta leikinn af þegar 1,55 mínútum er lokið af þeim 2,00 mínútum sem sýndur var).“