• fös. 28. jún. 2013
  • Landslið
  • Fræðsla

Um 70 krakkar mættu á opna æfingu

Opin æfing A kvenna í Ólympíuviku
IMG_6066

Um 70 krakkar mættu á opna æfinga hjá A landsliði kvenna, sem fram fór á Valbjarnarvelli í dag, föstudag, í tengslum við alþjóðlega Ólympíuviku.  Eftir æfinguna gafst kostur á myndatöku með leikmönnum landsliðsins og eiginhandaráritunum.

Á hverju ári er haldið upp á alþjóðlega Ólympíudaginn út um allan heim þann 23. júní. Þann dag árið 1894 var alþjóða Ólympíunefndin stofnuð. Hér á landi hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár. En í stað þess að vera með einn dag hefur undanfarin ár verið boðið uppá Ólympíuviku. Þá eru íþróttafélög og leikjanámskeið frístundaheimila hvött til þess að bjóða upp á Ólympíuþema, hvort sem það er einn dag vikunnar eða öll vikan 24. - 28. júní.

Opin æfing A kvenna í Ólympíuviku