• þri. 20. sep. 2016
  • Landslið

A kvenna - Ísland vann riðilinn

Island-Slovenia-kvk-stemmning-020

Kvennalandsliðið endaði á toppi Riðils-1 í undankeppni EM en liðið tapaði aðeins einum leik á mótinu. Tapið kom á heimavelli í kvöld en það voru Skotar sem náðu að vinna íslenska liðið 1-2. 

Lokastaða riðilsins er þannig að Ísland er með 21 stig eins og Skotland en hefur betur í innbyrðis viðureignum eftir að vinna 0-4 í Skotlandi. 

Leanne Ross kom Skotum yfir á 25. mínútu með skallamarki en Fanndís Friðriksdóttir jafnaði metin á 40. mínútu leiksins með laglegu skoti sem endaði í markinu. Skotland fékk dæmda vítaspyrnu á 56. mínútu þegar Sara Björk braut af sér í vítateig Íslands og Ross skoraði úr vítaspyrnunni. Lokatölur í leiknum 1-2 og það er ljóst að Ísland endar á toppi riðilsins með 21 stig með 32 mörk í plús. 

Skotland endar í 2. sæti og hefur einnig tryggt sig á lokakeppni EM 2017. Stelpurnar í landsliðinu vilja þakka fyrir frábæran stuðning á leikjum liðsins í undankeppninni en stuðningurinn skilaði sér vel inn á völlinn! 

Sjáumst á EM 2017!