• fös. 26. maí 2017
  • Hæfileikamótun

Úrtökumót fyrir drengi á Akranesi 12.-16. júní 2017

KSI-MERKI-PNG

Úrtökumót KSÍ fyrir drengi fer fram á Akranesi, dagana 12. - 16. júní. Umsjón með mótinu hefur Dean Martin U16 þjálfari . Félög leikmanna og leikmenn eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi upplýsingar:

Ferðakostnaður

KSÍ greiðir ferðakostnað til Akranes en mæting er á skrifstofu KSÍ mánudaginn 12. júní klukkan 14:00.

KSÍ greiðir kostnað við flug leikmanna til Reykjavíkur, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu KSÍ sem fyrst vegna þess (ath. ef pantað er flug fyrir leikmann þá þarf að panta flug á ÍSÍ fargjaldi). Fyrir þá sem þurfa að panta flug með Flugfélagi Íslands, vinsamlegast hafið sambandi við hópadeildina í síma 570 3035 til að bóka flug.

Kostnaður við gistingu og fæði

Félög leikmanna greiða kostnað við gistingu og fæði. Hvert félag skal greiða kr. 22.000 fyrir hvern þátttakanda. Þessi greiðsla skal berast KSÍ eigi síðar en föstudaginn 9.júní á reikning KSÍ (0101- 26-700400 / kt. 700169-3679). Nauðsynlegt er að skýring berist með bankagreiðslu (kennitala greiðanda). Þessi greiðsla er staðfesting á þátttöku leikmanns. Öll forföll skal tilkynna til skrifstofu KSÍ.

Gist er í Fjölbrautarskóli Vesturlands Vogabraut 5 Akranesi og máltíðir verða í mötuneyti skólans.

Lokaðar æfingar (leikir)

Æfingar (leikir) á úrtökumótinu eru lokaðar utanaðkomandi aðilum utan þess að þjálfurum og aðstandendum viðkomandi leikmanna er heimilt að vera viðstaddir æfingarnar. Þeir þjálfarar sem óska eftir því að vera viðstaddir æfingar og leiki er bent á að hafa samband við U16 þjálfara í tíma.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér

Æfingafatnað, skó, legghlífar, sundföt, handklæði og snyrtidót.

Eftirtaldir leikmenn hafa verið valdir til þátttöku í verkefninu: 

Arnór Gauti Jónsson Afturelding
Róbert Orri þorkelsson Afturelding
Ólafur Guðmundsson Breiðablik
Vihelm Þráinn Sigurjónsson Breiðablik
Andri Fannar Baldursson Breiðablik
Gunnar Heimir Ólafsson Breiðablik
Baldur Logi Guðlaugsson FH
Jóhann Þór Arnarsson FH
Heiðmar Gauti Gunnarsson FH
Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson Fjölnir
Orri Hrafn Kjartansson Fylkir
Ólafur Kristófer Helgason Fylkir
Valgeir Valgeirsson HK
Breki Muntaga Jallow HK
Oliver Stefánsson ÍA
Ísak Örn Elvarsson ÍA
Viktor Smári Elmarsson KA
Alexander Fryderyk Grybos Keflavík
Helgi Bergmann Hermannsson Keflavík
Sebastían Frey Keflavík
Valdimar Daði Sævarsson KR
Bjarki Þór Björnsson Stjarnan
Sigurður Dagsson TeBe
Tóbías Ingvarsson TeBe
Jón Gísli Eyland Tindastóll
Danny Tobar Valencia Valur
Kristófer André Kjeld Cardoso Valur
Guðmundur Arnar Svavarsson Vestri
Elmar Þór Jónsson Þór
Baldur Hannes Stefánsson Þróttur R.