• fim. 19. okt. 2017
  • Leyfiskerfi

Úttekt á aðgengi fatlaðra í Pepsi deildum karla og kvenna

20171012_174310

KSÍ fékk í gær afhent eintök af skýrslu sem ber heitið: Allir á völlinn: Aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að knattspyrnuvöllum í Pepsi deild karla og kvenna árið 2017. 

Höfundar skýrslunnar eru þeir Alexander Harðarson og Ólafur Þór Davíðsson, en þeir voru báðir í vettvangsnámi hjá KSÍ í upphafi þessa árs. 

Skýrslan er grundvöllur að BA ritgerð í tómstunda og félagsmálafræði við Háskóla Íslands sem Alexander og Ólafur skiluðu nú í haust. 

Í henni eru gerðar nákvæmar úttektir á því hvernig knattspyrnuvellir í Pepsi deildum karla og kvenna árið 2017 standast samanburð við þau viðmið sem knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur markað sér varðandi aðgengi fatlaðra stuðningsmanna. 

Skemmst er frá því að segja niðurstöður þessara úttekta leiddu í ljós að úrbóta er þörf á öllum knattspyrnuvöllum sem skoðaðir voru. Verður skýrslunni dreift til aðildarfélaga KSÍ með það fyrir augum að þau njóti gagns af. 

Það voru Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, og Haukur Hinriksson, leyfisstjóri KSÍ, sem tóku við tveimur eintökum af skýrslunni frá Alexander og Ólafi.