• þri. 30. jan. 2018
  • Fundargerðir

2201. fundur stjórnar KSÍ - 30. janúar 2018

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Gísli Gíslason, Magnús Gylfason,  Borghildur Sigurðardóttir, Ingvar Guðjónsson, Jóhann Torfason, Jóhannes Ólafsson, Kristinn Jakobsson, Ragnhildur Skúladóttir, Rúnar V. Arnarson og Vignir Már Þormóðsson.

Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.   

Fjarverandi:  

Þetta var gjört:  

  1. Fundargerð síðasta fundar
    • Fundargerð síðasta fundar var þegar samþykkt rafrænt.

  2. Fundargerðir nefnda voru lagðar fram til kynningar.  
    • Mannvirkjanefnd 19. október 2017.

  3. Ársþing KSÍ 
    • Framkvæmdastjóri kynnti drög að dagskrá þingsins.  
    • Rætt um fyrirliggjandi tillögur:
      • Tillaga að lagabreytingu - Heildarbreyting (Stjórn KSÍ)
      • Tillaga að lagabreytingu - Fjölgun liða í 3. deild (Reynir Sandgerði)
      • Tillaga til ályktunar - Kröfuréttindi og skráning samninga (ÍBV)
      • Tillaga til ályktunar - Skoska leiðin (Stjórn KSÍ)
      • Laga og leikreglnanefnd mun fjalla um tillögurnar fyrir þingið.
    • Drög að skýrslu stjórnar lögð fram til kynningar.   
    • 10 framboð hafa borist til aðalstjórnar.  
    • Framkvæmdastjóri kynnti drög að rekstraráætlun 2018 og ársreikning 2017.  Stjórn KSÍ samþykkti að ráðstafa hluta aukagreiðslu UEFA, þ.e. sá hluti sem er umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2017, í mannvirkjasjóð KSÍ.  Alls eru 36 milljónir eftir af framlagi UEFA í sjóðnum fyrir úthlutanir árið 2018 og 2019.  Stjórn KSÍ samþykkti ennfremur að 200 milljónir af hagnaði HM renni til aðildarfélaga KSÍ.  Stjórn KSÍ mun ákveða síðar hvernig útgreiðslu til félaga verði háttað, en miðað er við að greiðslan eigi sér stað haustið 2018.  
    • Noel Money verður fulltrúi UEFA á ársþingi KSÍ.
    • Stjórn KSÍ staðfesti viðurkenningar fyrir síðasta starfsár:
      • Dómaraverðlaun KSÍ:  Fylkir
      • Fjölmiðlaverðlaun KSÍ:  Edda Sif Pálsdóttir og María Guðmundsdóttir á RÚV vegna þáttanna um leiðina á EM
      • Grasrótarverðlaun KSÍ:  Ösp  
      • Háttvísiverðlaun deilda:  
        • Pepsi-deild kvenna (kvennabikarinn):  Fylkir
        • 1. deild kvenna:  Hamrarnir og ÍA
        • 2. deild kvenna: Völsungur
        • Pepsi-deild karla (Drago):  Valur
        • Inkasso-deild karla (Drago):  Fylkir og Fram
        • 2. deild karla:  Magni Grenivík
        • 3. deild karla:  Berserkir
        • 4. deild karla:  Geisli Aðaldal
    • Stjórn KSÍ samþykkti að sæma Guðmund Pétursson heiðurskross KSÍ vegna áratuga starfs hans í þágu íslenskrar knattspyrnu.

  4. Rætt um málþingið sem fram fer 9. febrúar næstkomandi.  

  5. Málefni Laugardalsvallar
    • Guðni Bergsson formaður KSÍ upplýsti stjórn um stöðu mála varðandi Laugardalsvöll.   Fundur er í starfshópi um völlinn á morgun.  

  6. Málefni landsliða
    • U17 karla lék í æfingamóti í Hvíta-Rússlandi nú í janúar. Liðið lék 5 leiki, sigraði 4, þar af einn eftir vítaspyrnukeppni og tapaði einum.  Í heild gekk ferðin vel og er góður undirbúningur fyrir milliriðla EM sem fram fara í Hollandi í mars.
    • U17 kvenna leikur vináttuleiki gegn Skotum 4. og 6. febrúar næstkomandi í Kórnum en liðið leikur í milliriðlum EM í júní í Þýskalandi.  
    • U21 leikur tvo leiki í mars, annars vegar í undankeppni EM gegn N-Írum og hins vegar vináttuleik gegn Írum.  Liðið kemur saman til æfinga um næstu helgi og samþykkti stjórn að hafa æfingar liðsins lokaðar.
    • A lið kvenna lék gegn Noregi á La Manga í janúar og tapaði 1-2.
    • A karla lék tvo leiki í Indónesíu í janúar og sigraði í báðum leikjunum.  Ferðin gekk vel og fékk liðið mikla athygli.   
    • Dregið hefur verið í Þjóðadeildinni og er Ísland í riðli með Belgíu og Sviss.

  7. Mótamál
    • Undirbúningur komandi tímabils gengur vel og búið er að birta drög að niðurröðun í flestum deildum.  

  8. Dómaramál 
    • Hæfileikamótun dómara fór fram um síðustu helgi og árlega ráðstefna dómara fer fram 2.-3. mars næstkomandi.
    • Nýir FIFA dómarar tóku þrekpróf á vegum FIFA í morgun og beðið er eftir niðurstöðum.
    • FIFA dómarar eru að fá verkefni í vor og því er líklegt að fresta þurfi æfingaferð dómara. 
    • Samningaviðræður við dómara standa yfir og leiða Gísli Gíslason og Borghildur Sigurðardóttir vinnuna fyrir hönd KSÍ.
    • Verkefni til fjölgunar kvendómara gengur vel og munu 8-10 dómarar taka þátt í átaksverkefninu.  

  9. Önnur mál 
    • Rætt um sýningarleik fyrir bandaríska þjálfara um komandi helgi.  Stjórn samþykkti tillögu framkvæmdastjóra um að birta yfirlýsingu frá KSÍ þar sem minnt er á reglugerðir varðandi samningstöðu leikmanna gagnvart félögum sínum og tryggingamál leikmanna.
    • Shun Kitamura starfsnemi frá Knattspyrnusambands Japans mun kynna sér starfsemi KSÍ 28. febrúar -11. mars næstkomandi og í framhaldi býðst KSÍ að senda starfsmann til Japans til að kynna sér starfsemina þar.
    • Gísli Gíslason spurði um góðgerðarfélög og sýnileika í tengslum við landsleiki.  Framkvæmdastjóri upplýsti stjórn að markaðsdeild KSÍ sé að undirbúa drög að stefnu KSÍ varðandi góðgerðarmálefni sem kynnt verða stjórn fljótlega. 
    • Jóhann K Torfason spurði um framvindu samningsviðræðna ÍSÍ við Flugfélag Íslands.  Bæði formaður KSÍ og framkvæmdastjóri KSÍ hafa rætt stöðuna við ÍSÍ og vonast er til þess að gengið verði frá nýjum samningi fljótlega.  
    • Sigmundur Steinarsson hefur sent stjórn greinargerð vegna ritunar bókarinnar um kvennaknattspyrnu.  Varaformaður KSÍ hefur þegar óskaði eftir fundi með Sigmundi vegna málsins.

Fleira var ekki bókað og var fundi slitið kl. 19:00.