• fim. 08. mar. 2018
 • Fundargerðir

Fundargerð Mótanefndar - 8. mars 2018

Fundur Mótanefndar 8. mars 2018

Mættir: Vignir Már Þormóðsson, Björn Friðþjófsson, Jóhann Steinar Ingimundarson, Róbert Agnarsson og Þórarinn Gunnarsson.

Einnig sátu fundinn: Birkir Sveinsson og Guðlaugur Gunnarsson

Fundarritari: Birkir Sveinsson

Eftirfarandi var rætt:

 1. Mót meistaraflokka
  • Mótastjóri greindi frá stöðu mála við niðurröðun leikja
  • Ekki er hægt að leika í Boganum þar sem hann er upptekinn 29. apríl. Mótastjóra og formanni falið að kanna hug félaganna og ákveða leikstað í framhaldinu.
  • Lengjubikarinn. Hamar hætti þátttöku. Áður hafði Vatnaliljum verið bætt við keppni í C deild karla.

 2. Reglugerðarbreytingar
  • Nefndin leggur til við stjórn KSÍ að framlengja um eitt ár bráðabirgðarákvæði í grein 33 í reglugerð KSÍ um knattspyrnummót, um heimild félaga í 2. flokki kvenna að hafa þrjá eldri leikmenn í hverjum leik.
  • Nefndin leggur til við stjórn KSÍ að gera breytingar á keppnisfyrirkomulagi í 4. flokk kvenna á þá veru að leika í þremur riðlum (ABC) á SV-landi í stað tveggja áður. B riðillinn var leikinn í tveimur jöfnum B-riðlum 2017.
  • Nefndin leggur til við stjórn KSÍ að umspilsleikur milli A4 og E2 í 4. flokki karla falli niður og að A4 fái beint sæti í úrslitakeppninni. Ákvæði 27.1.8 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. 

 3. Erindi frá KA og Þór
  • KA óskar eftir að leika með fjögur lið í A riðli 5. flokks karla. Þór óskar eftir að leika með eitt lið í B riðli 5. flokks karla.
  • Samþykkt að leggja til við stjórn að skoða þáttöku þeirra í SV-riðlum 2019 og þá með tilliti til hvaða breytingar þurfi að gera á núverandi reglugerðum og hvernig þessu verður þá við komið m.t.t. fjölda liða sem færast á milli riðla osfrv.

 4. Mót yngri flokka
  • Mótastjóri greindi frá stöðu mála við niðurröðun leikja. Niðurröðun verður birt 10. mars. Athugasemdarfrestur félaga er til 20. mars.
  • HK óskar eftir að fara úr A riðli og í B riðil í 4. flokk karla. Mótastjóra falið að kanna möguleikana á því.
  • Farið yfir lista liða þar sem félög leika í lægri styrkleika skv. undanþágu þar um. Fjöldi slíkara liða er 18.
  • Ákveðið fyrirkomulag á úrslitakeppnum þar sem mótanefnd ber að ákveða slíkt.

   Ákveðið að viðhafa óbreytt fyrirkomulag nema í eftirfarandi keppnum:
   • 4. flokkur karla B lið – að í úrslit fari A1, A2, B1 og B2. Leikin einföld umferð.
   • 4. flokkur karla C lið – að í úrslit fari A1, A2, B1 og B2/C1. Leikin einföld umferð.
   • 4. flokkur kvenna A-lið (ef ákvæðið reglugerðar um breytingu í 4. flokki kvenna verður samþykkt af stjórn KSÍ). – að í úrslit fari A1, A2, A3, A4, B1, B2, C1 og E1. 
    Riðill 1 (A1, A4, B2 og C1) Riðill 2 (A2, A3, B1 og E1).
  • Jafnframt ákveðið að lið í keppni D-liða í D-riðli karla vinni sér ekki þátttökurétt í úrslitakeppni D liða líkt og undanfarin ár.
  • Skoða þarf betur fyrirkomulag á úrslitakeppni C-liða í 5. flokki kvenna – Málinu frestað til næsta fundar.

Næsti fundur:
Óákveðið. Formaður mun boða til fundar.