• þri. 13. mar. 2018
  • Fréttir

Aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra japanska knattspyrnusambandsins, í heimsókn hjá KSÍ 1. – 10. mars

20180309_1710381

Shun Kitamura, aðstoðarmaður framkvæmdarstjóra japanska knattspyrnusambandsins, var í heimsókn hjá KSÍ 1. – 10. mars. 

Shun hefur undanfarna mánuði ferðast um heiminn og kynnt sér starfsvenjur og kúltur nokkurra sérsambanda sem og álfusambanda. 

Þar má nefna enska, bandaríska og mexíkóska knattspyrnusambandið sem og knattspyrnusamband Mið Ameríku og UEFA. 

Frá íslandi hélt hann til Kairó í Eygyptalandi til að kynna sér afríska knattspyrnusambandið. 

Shun tók viðtöl við marga af starfsmönnum KSÍ, heimsótti einnig félagslið og sá nokkra leiki í deildarbikarnum. 

Markmið japanska knattspyrnusambandsins með þessu verkefni er að afla sér upplýsinga og kanna hvort þeir get heimfært góðar venjur annarra þjóða japönsku knattspyrnunni til framdráttar.