• þri. 27. mar. 2018
  • Fréttir

Knattspyrnusamband Íslands sendi nýlega inn beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu á vörumerkjaskráningu Húh!

KSI-MERKI-PNG

Knattspyrnusamband Íslands sendi nýlega inn beiðni um stjórnsýslulega niðurfellingu á vörumerkjaskráningu Húh!. 

Með þessu er ætlun KSÍ að koma í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti hagnast á auðkenni landsliða Íslands. 

Beiðni KSÍ er tvíþætt, í fyrsta lagi að fyrrnefnd skráning verði felld úr gildi þar sem merkið hafi ekki að bera nægileg sérkenni til að auðkenna vörur eða þjónustu eins aðila frá öðrum sem er skilyrði þess að hægt sé að skrá vörumerki. 

Telji skráningaryfirvöld hins vegar að orðið húh sé skráningarhæft, þá fer KSÍ til vara fram á að sambandið eigi meiri rétt á þeirri skráningu á grundvelli notkunar. 

Knattspyrnusambandið er á engan hátt aðili að deilum aðila í tengslum við viðkomandi vörumerkjaskráningu.