• mán. 09. apr. 2018
  • Mótamál

Valur Lengjubikarmeistari í meistaraflokki karla

Valur er Lengjubikarmeistari í meistaraflokki karla, en liðið vann 4-2 sigur á Grindavík í úrslitaleik keppninnar. Leikurinn fór fram á Eimskipsvellinum í Laugardal og skoruðu Sigurður Egill Lárusson, Haukur Páll Sigurðsson og Guðjón Pétur Lýðsson mörk Valsmanna. Það voru Gunnar Þorsteinsson og Nemanja Latinovic sem skoruðu mörk Grindavíkur.

Þetta er í þriðja skiptið sem Valur vinnur Deildarbikarkeppni karla, en þeir stóðu einnig uppi sem sigurvegarar árin 2008 og 2011.