• mán. 16. apr. 2018
  • Mótamál

Þór/KA og Stjarnan í úrslit Lengjubikars kvenna

Undanúrslit Lengjubikars kvenna fór fram um helgina, en þá mættust annars vegar Þór/KA og Breiðablik og hins vegar Stjarnan og Valur.

Á föstudaginn vann Þór/KA 1-0 sigur gegn Blikum, en það var Stephany Mayor sem skoraði mark Akureyringa. Stjarnan og Valur mættust síðan á sunnudaginn, en þar vann Stjarnan 2-1 sigur. Harpa Þorsteinsdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir komu Stjörnunni í 2-0 eftir aðeins fjórar mínútur, en Crystal Thomas minnkaði muninn í síðari hálfleik.