• mið. 02. maí 2018
  • Mótamál

Þór/KA spáð sigri í Pepsi deild kvenna

Í dag fór fram hinn árlegi kynningarfundur Pepsi deildar kvenna og fór hann fram í höfuðstöðvum KSÍ. Að venju var kynnt spá forráðamanna félaganna og er Íslandsmeisturum Þór/KA spáð titlinum og Val öðru sæti. HK/Víking og Grindavík er spáð falli niður um deild.

Það eru þjálfarar, fyrirliðar og formenn félaganna sem að spá um röð félaganna og voru niðurstöðurnar eftirfarandi:

1. Þór/KA - 269 stig.

2. Valur - 228 stig.

3. Stjarnan - 225 stig.

4. Breiðablik - 196 stig.

5. FH - 140 stig.

6. ÍBV - 130 stig.

7. Selfoss - 109 stig.

8. KR - 86 stig.

9. HK/Víkingur - 68 stig.

10. Grindavík - 36 stig.