• mán. 14. maí 2018

Árleg skýrsla um umboðsmenn – Tímabilið 1. apríl 2017 til 1. apríl 2018

Í samræmi við reglugerð KSÍ um umboðsmenn í knattspyrnu birtir sambandið opinberlega í lok marsmánaðar nöfn allra umboðsmanna ásamt yfirliti yfir gerninga sem þeir hafa komið að. Í skýrslunni má finna samanlagða upphæð allra þóknana eða greiðslna sem raunverulega hafa verið inntar af hendi til umboðsmanna af hálfu hvers félags og af hálfu skráðra leikmanna.

Í skýrslunni í ár sem má finna í hlekk hér fyrir neðan má sjá að greiðslur íslenskra félaga til umboðsmanna á tímabilinu 1. apríl 2017 til 1. apríl 2018 námu kr. 4.978.464,-. Er það 78% hækkun frá því í skýrslu sem birt var árið 2017 vegna tímabilsins 1. apríl 2016 til 1. apríl 2017 en þar mátti sjá að greiðslur íslenskra félaga til umboðsmanna námu kr. 2.797.109,-.

Skýrslu vegna tímabilsins 1. apríl 2016 til 1. apríl 2017 má finna hér.

Skýrsla vegna tímabilsins 1. apríl 2017 til 1. apríl 2018

Skýrslan er birt með fyrirvara um breytingar sem kunna að vera gerðar síðar.