• fös. 15. jún. 2018
  • Landslið

A karla - Ísland mætir Argentínu í dag í fyrsta leik liðsins á HM 2018

A landslið karla mætir Argentínu í dag í fyrsta leik liðanna á HM 2018 í Rússlandi, en eins og alþjóð veit þá er um að ræða fyrsta leik Íslands í úrslitakeppni HM í knattspyrnu frá upphafi. Leikurinn hefst klukkan 13:00 að íslenskum tíma og fer fram á Spartak vellinum í Moskvu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir Argentínu, en mótherjar strákanna á morgun hafa orðið heimsmeistarar tvisvar, 1978 og 1986. 

Liðið æfði í gær á leikvellinum, en eftir æfinguna var blaðamannafundur þar sem Heimir Hallgrímsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum. Hægt er að horfa á hann í fullri lengd hér að neðan.