• fim. 21. jún. 2018
  • Landslið

A karla - 0-2 tap gegn Nígeríu

A landslið karla tapaði 0-2 fyrir Nígeríu í öðrum leik sínum í riðlakeppni HM 2018, en leikið var í Volgograd.

Ísland byrjaði leikinn mjög vel og strax á 3. mínútu var brotið á Kára Árnasyni fyrir utan teig Nígeríu. Gylfi Þór Sigurðsson tók aukaspyrnuna, en Francis Uzoho varði vel í marki Nígeríu. Aðeins þremur mínútum síðar átti Gylfi annað fínt færi, en skot hans vítateigsboganum var varið af Uzoho. Eftir að hafa verið betra fyrstu tíu mínúturnar jafnaðist leikurinn aðeins og Nígería komst betur inn í leikinn.

Næstu tíu mínúturnar einkenndust af fínn pressu frá Nígeríu, strákarnir sátu til baka og gáfu fá færi á sér. Strákunum tókst síðan að létta af pressunni og fengu tvær hornspyrnur með stuttu millibili, en tókst ekki að nýta þær. Staðan því enn 0-0 eftir 25 mínútur.

Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta og liðin börðumst um að halda boltanum innan liðs síns. Þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik átti Birkir Bjarnason góða tilraun úr vítateignum, en skot hans fór yfir mark Nígeríu.

Strákarnir settu síðan mikla pressu á mark andstæðinga sinna undir lok hálfleiksins, Alfreð Finnbogason átti skot framhjá og Jón Daði Böðvarsson skallaði síðan framhjá stuttu síðar. Staðan því jöfn í hálfleik.

Nígería byrjaði seinni hálfleikinn að krafti og áttu strax í byrjun fínt skot að marki Íslands, en Hannes Halldórsson varði það auðveldlega. Það var síðan á 49. mínútu sem Ahmed Musa kom Nígeríu yfir eftir vel útfærða skyndisókn. Sjö mínútum síðar varði Hannes frábærlega skot Wilfred Ndidi. Ísland komst fljótlega betur inn í leikinn og náði að halda boltanum betur á milli sín, en Nígería voru ávallt hættulegir. Á 64. mínútu kom Sverrir Ingi Ingason inn á fyrir Ragnar, en hann hafði meiðst þegar Nígería komst yfir.

Aðeins nokkrum mínútum síðar fékk Rúrik Gíslason boltanum á miðjum vallarhelmingi Nígeríu, tók á ferð en skot hans fór yfir markið. Á 71. mínútu kom Björn Bergmann Sigurðarson inn á, en útaf fór Jón Daði Böðvarsson. Stuttu síðar átti Musa skot rétt fyrir utan teig sem skall í þverslánni, en strax í næstu skot skoraði hann annað mark Nígeríu í leiknum. Staðan því orðin 2-0.

Eftir markið hélt Nígería ágætri pressu á íslenska markið, en strákunum tókst oft á tíðum að komast upp völlinn og skapa usla. Það var í einni slíkri sókn sem brotið var á Alfreð Finnbogasyni inni í vítateig Nígeríu og eftir að dómari leiksins hafði ráðfært sig við myndbandsupptöku var dæmd vítaspyrnu. Á punktinn steig Gylfi, en spyrna hans fór yfir markið. Stuttu síðar gerði Ísland síðustu skiptinguna sína og kom Ari Freyr Skúlason inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson.

Strákarnir reyndu eins og þeir gátu að minnka muninn, en án árangurs og 0-2 tap gegn Nígeríu því staðreynd.

Ísland leikur þriðja, og síðasta, leik sinn í riðlakeppninni á þriðjudeginum og fer hann fram í Rostov og hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma.

Hér að neðan má horfa á blaðamannfund Íslands eftir leikinn.