• mán. 09. júl. 2018
  • Dómaramál

Íslenskir dómarar á faraldsfæti um Evrópu í vikunni

Íslenskir dómarar eru á faraldsfæti um Evrópu í vikunni, en Ívar Orri Kristjánsson og Þóroddur Hjaltalín dæma í Evrópu- og Meistaradeildinni á miðvikudaginn.

Miðvikudagurinn 11. júlí:

Ívar Orri Kristjánsson dæmir leik CS Fola Esch og Europa FC í forkeppni Evrópudeildarinnar, en leikurinn fer fram í Esch-sur-alzette í Lúxemborg. Honum til aðstoðar verða þeir Birkir Sigurðarson og Bryngeir Valdimarsson. Fjórði dómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.

Þóroddur Hjaltalín dæmir leik FK Kukesi og Valletta FC í forkeppni Meistaradeildarinnar, en leikurinn fer fram í Shkoder í Albaníu. Honum til aðstoðar verða þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Fjórði dómari er Þorvaldur Árnason.