• þri. 10. júl. 2018
  • Dómaramál

Bryngeir Valdimarsson dæmir í úrslitakeppni EM U19 karla í Finnlandi

Bryngeir Valdimarsson hefur verið valinn af UEFA sem einn af aðstoðardómurunum sem dæma í úrslitakeppni EM U19 karla, en hún fer fram í Finnlandi 16.-29. júlí.

Hann verður einn af átta aðstoðardómurum á mótinu og er þetta frábært tækifæri fyrir hann og viðurkenning fyrir góð störf í dómgæslu.