• mið. 18. júl. 2018
  • Mótamál

Íslensku liðin í eldlínunni í Evrópumótum

Íslensku liðin sem leika í Evrópumótum félagsliða eru öll í eldlínunni í vikunni.  Íslandsmeistarar Vals mæta norska liðinu Rosenborg í seinni leik sínum 1, umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.  Fyrri leiknum lauk með eins marks sigri Vals á Origo-vellinum að Hlíðarenda.  FH, Stjarnan og ÍBV eru í ólíkri stöðu fyrir seinni leiki sína í 1. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.  Eyjamenn töpuðu með fjórum mörkum á Hásteinsvelli gegn norska liðinu Sarpsborg, en FH og Stjarnan unnu þriggja marka sigra.  Á meðan Stjarnan vann Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrri leiknum á Samsung-vellinum í Garðabæ, unnu FH-ingar sinn sigur á útivelli og mæta FC Lahti frá Finnlandi í Kaplakrika á fimmtudag.

Meistaradeild UEFA

Evrópudeild UEFA