• þri. 07. ágú. 2018
  • Dómaramál

Þorvaldur Árnason dæmir leik FK Spartaks Jurmala og FK Suduva í Evrópudeildinni

Þorvaldur Árnason dæmir leik FK Spartaks Jurmala frá Lettlandi gegn FK Suduva frá Litháen, en leikurinn fer fram í Riga í Lettlandi þann 9. ágúst. Honum til aðstoðar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Birkir Sigurðarson. Fjórði dómari er Þóroddur Hjaltalín.