• þri. 07. ágú. 2018
  • Landslið

U16 karla - 3-0 sigur gegn Kína í dag

U16 ára lið karla vann í dag góðan 3-0 sigur gegn Kína á opna Norðurlandamótinu, en leikið er í Færeyjum. Mörk Íslands skoruðu Eyþór Aron Wöhler og Andri Fannar Baldursson. Þriðja mark leiksins var sjálfsmark.

Ísland leikur síðasta leik sinn í riðlakeppninni á fimmtudaginn þegar það mætir Noregi. Með sigri í þeim leik spilar liðið um fyrsta sæti mótsins.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum