• fim. 09. ágú. 2018
  • Landslið

U16 karla - Ísland komið í úrslitaleikinn eftir 2-1 sigur gegn Noregi!

U16 ára lið karla vann í dag 2-1 sigur gegn Noregi í síðasta leik riðlakeppni Norðurlandamótsins og komst með sigrinum í úrslitaleikinn sjálfan! Frábær árangur hjá strákunum. Það voru þeir Ísak Bergmann Jóhannesson og Kristall Máni Ingason sem skoruðu mörk Íslands.

Liðið mætir Finnlandi í úrslitaleiknum, en hann fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 14:00 að íslenskum tíma.

Hér má sjá mörkin úr leiknum