• fim. 09. ágú. 2018
  • Landslið

U16 karla - Mæta Noregi í dag í síðasta leik liðsins í riðlakeppninni

U16 ára lið karla mætir í dag Noregi í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Norðurlandamótsins, en liðin eru bæði með fullt hús stiga. Með sigri kemst Ísland í úrslitaleikinn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 að íslenskum tíma, en mótið fer fram í Færeyjum.

Strákarnir unnu 2-1 sigur á heimamönnum í fyrsta leik áður en liðið vann 3-0 sigur gegn Kína.

Hægt verður að fylgjast með textalýsingu á Facebook síðu KSÍ

Facebook