• mið. 22. ágú. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Mótanefndar - 22. ágúst 2018

Fundur Mótanefndar 22. ágúst 2018 kl. 16:30 á skrifstofu KSÍ.

Mættir: Vignir Már Þormóðsson formaður, Ingvar Guðjónsson,  Sveinbjörn Másson Jóhann Steinar Ingimundarson, Þórarinn Gunnarsson og Björn Firðþjófsson (í síma).
Einnig sátu fundinn Birkir Sveinsson og Guðlaugur Gunnarsson

Fundargerð ritaði: Birkir Sveinsson

Eftirfarandi var rætt:

  1. Mót meistaraflokka
    • Íslandsmót og Mjólkurbikarinn
      Farið almennt yfir stöðu mála í mótum meistaraflokka. Framkvæmd úrslitaleiksins í Mjólkurbikar kvenna gekk vel.
      Rætt um ósætti félaganna í Pepsi-deild karla þegar ekki er orðið við óskum þeirra um breytingar leikja vegna þess að viðkomandi leikur er í beinni sendingu og sjónvarpið leggst gegn breytingunni. Mótanefndin verður þá stuðpúði milli félaganna og sjónvarpsins. Þörf á skýrari reglum/verklagi um þetta.
    • Breytingar leikja
      Farið yfir breytingar leikja sem átt hafa sér stað í Pepsi-deild karla vegna Evrópukeppna félagsliða. Einnig farið yfir þær óskir sem þurfti að hafna.
      Verulegar breytingar voru gerðar í Inkasso-deild karla í tengslum við þátttöku Víkings Ó í undanúrslitum Mjólkurbikars karla.
      Mjög miklar breytingar hafa átt sér stað í Inkasso-deild kvenna vegna verkefna landsliða (Íslands og erlendra) í allt sumar. Ljóst er að til framtíðar þá þarf að vera hlé í mótinu á landsleikjadögum, líkt og í Pepsi-deild kvenna.
    • Úrslitakeppni 4. deildar
      Farið yfir fyrirkomulag úrslitakeppninnar. Þrjú lið flytjast upp í 3. deild karla vegna fjölgunar í 12 lið í 3. deild karla 2019.

  2. Mót yngri flokka 2018
    • Óleiknir leikir
      Gríðarlegt magn leikja í yngri flokkum hafa ekki farið fram. Stefnir í að einstaka lið muni eiga í erfiðleikum með að klára leiki sína áður en úrslitakeppnir hefjst.
      Rætt um hvað sé til ráða. Þarf að lengja mótið?, taka upp harðari viðurlög?, ofl. Þetta þarf að skoða vandlega.
    • Úrslitakeppnir yngri flokka
      Farið yfir fyrirkomulag á úrslitakeppnum yngri flokka. Staðsetningar á úrslitakeppnum í 5. flokki ákveðnar.
      Rætt um það hvernig hægt sé að minnka vægi markatölunnar í úrslitariðlum 4. flokks A-liða. 
    • Staðsetning úrslitaleikja yngri flokka
      Farið yfir staðsetningar úrslitaleikja undanfarinna ára. Viðeigandi starfshópar ákveða framhaldið í ár.

  3. Futsal 2019
    • Fyrirkomulag mótsins 2019
      Ákveðið að sama fyrirkomulag verði á Íslandsmótinu í futsal 2019 og var 2018.

  4. Starfshópur um 5. flokk karla
    • Starfshópurinn mun hefja störf um miðjan september og ljúka störfum í síðasta lagi í nóvember.

Fleira var ekki rætt.