• þri. 25. sep. 2018
  • Fræðsla

FC Sækó fær verðlaun fyrir besta grasrótarverkefni ársins 2018 hjá UEFA

Mynd - UEFA

UEFA hefur tilkynnt að FC Sækó fær verðlaun í flokknum „Besta grasrótarverkefnið“ á Grasrótarverðlaunum UEFA 2018.

Í tilkynningu UEFA segir að FC Sækó spili mikilvægt samfélagslegt hlutverk á Íslandi með því að bæta andlega og líkamlega heilsu fólks. Þetta gerir félagið með því að gefa fólki tækifæri til að hitta aðra, spila knattspyrnu, og það sem er mikilvægast, skemmta sér við það að deila gleðinni sem hinn fallegi leikur framkallar.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir félagið vinna frábært samfélagslegt starf: ,,Félagið vinnur frábært samfélagslegt starf með því að gefa fólki frábært tækifæri til að bæta andlega og líkamlega heilsu sína með því að deila gleði knattspyrnunnar.“

FC Sækó var stofnað árið 2011 sem sjálfstætt íþróttafélag fyrir konur og karla sem glíma við andleg veikindi. Starfsemin er samstarf á milli Hlutverkaseturs, velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Landspítalans Háskólasjúkrahúss.

Við óskum FC Sækó innilega til hamingju með verðlaunin!