• þri. 25. sep. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Mannvirkjanefndar - 25. september 2018

Fundur Mannvirkjanefndar 25. september 2018 kl. 12:15 á skrifstofu KSÍ

Mættir: Ingi Sigurðsson, Bjarni Þór Hannesson, Jón Runólfsson, Kristján Ásgeirsson, Margrét Leifsdóttir, Þorbergur Karlsson og Jóhann G. Kristinsson.
Fjarverandi:  Magnús Gylfason

Fundargerð ritaði: Jóhann G. Kristinsson

Þetta var rætt

  1. Mannvirkjasjóður ræddur og mat allra að þörf væri á að gera allar forsendur, umsóknar og úthlutun gegnsærri.  Einnig að gera vægi nýframkvæmda meira en viðhaldsframkvæmda.  Bjarni mun gera uppkast af “skorkorti” sem síðar verður rætt á sér fundi.
  2. Samþykkt að senda Þorberg á gervigrasráðstefnu sem haldin verður í Genf dagana 5. og 6. desember 2018.
  3. Rætt um tilraunarverkefni um hitun á grasi sem Guðni hefur stýrt.  Óskað eftir að Guðni sendi inn formlega umsókn varðandi mögulegan styrk til verkefnisins.
  4. Umræða um vallarleyfi og þau félög sem ekki kláruðu sínar athugasemdir við leyfin í sumar.
  5. Bréf frá FH varðandi leik í Egilshöll síðastliðið vor skoðað en engin niðurstaða.  Formaður og vallarstjóri munu ræða málið frekar við formenn og starfsmenn móta- og dómaramála hjá sambandinu.
  6. Rætt um nýtt gervigras á Ólafsvíkurvelli og ákveðið að fá nánari upplýsingar um verkið áður en einhver verður sendur vestur að taka framkvæmdina út.
  7. Skýrsla Hattar frá Egilsstöðum kynnt.
  8. Rætt um aðstöðu Magna á Grenivík.
  9. Umræða um þær mannvirkjalegu athugasemdir sem eru á leikvöllum og hvort ekki sé rétt að eftirlitsmenn KSÍ á leikjum skili nákvæmari skýrslum um þær athugasemdir.

Annað ekki rætt og fundi slitið 13.55