• mið. 10. okt. 2018
  • Landslið

A karla - Mæta Frakklandi á fimmtudag

A landslið karla mætir Frakklandi á fimmtudag ytra og hefst leikurinn klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Hann fer fram í Guingamp og er liður í undirbúningi liðsins fyrir leikinn gegn Sviss í Þjóðadeild UEFA á mánudaginn.

Liðið hefur verið við æfingar í Saint-Brieuc frá því á mánudaginn og stemningin í hópnum góð. 

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.