• fös. 12. okt. 2018

Styrktartónleikar Parkinson samtakanna laugardaginn 13. október

Styrktartónleikar Parkinson samtakanna fara fram í Guðríðarkirkju í Grafarholti laugardaginn 13. október og hefjast þeir klukkan 17:00. Fram koma Valdimar, Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson, Bjartmar Guðlaugsson, Árný Árnadóttir, Parkrímur, Svavar Knútur, Teitur Magnússon og Tilbury.

Kynnir á tónleikunum verður Einar Bárðarson og er miðasala hafin á www.parkinson.is. Allur ágóði rennur óskiptur til Parkinsonsamtakanna.

Tónleikarnir verða jafnframt lokahóf fyrir samstarfsverkefni KSÍ og Parkinsonsamtakanna: sigrumparkinson.is. Með stuðningi KSÍ hafa Parkinsonsamtökin verið í öflugu kynningar- og fjáröflunarátaki fyrir sérstakt Parkinsonsetur sem verður fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Markmiðið samtakanna er að auka aðgengi fólks með parkinson að fræðslu, stuðningi, þjálfun og endurhæfingu.

Lífið með parkinson er snúið en saman erum við sterkari.