• mið. 31. okt. 2018
  • Fræðsla

Súpufundur - Geðheilbrigði og næring

Miðvikudaginn 7.nóvember munu Elísa Viðarsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir flytja fyrirlesturinn Geðheilbrigði og Næring á 3.hæð í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardal. Fyrirlesturinn er frá 12:00-13:00 og þjálfarar með KSÍ B/UEFA B eða KSÍ A/UEFA A þjálfararéttindi, fá tvö endurmenntunarstig ef þeir sitja fyrirlesturinn.

Elísa og Margrét Lára eru systur sem hafa lagt metnað sinn í að mennta sig samhliða knattspyrnuferlinum sem og að stofna fjölskyldur. Báðar hafa þær orðið fyrir hindrunum á ferlinum sem hefur leitt til mikills áhuga bæði á næringu og geðheilbrigði.

Elísa kláraði BS gráðu í næringarfræði og MS gráðu í matvælafræði og stundar nú nám við MS í næringarfræði með sértaka áherslu á íþróttir. Margrét Lára kláraði íþróttafræði og útskrifaðist árið 2018 sem klínískur sálfræðingur.

Þær munu sameina krafta sína í fyrirlestri sem tekur á geðheilbrigði og næringu og hvernig megi tengja þessa þætti saman til að hámarka árangur í íþróttum.

Boðið verður upp á súpu og brauð og aðgangur er ókeypis

Hægt er að skrá sig á viðburðinn hér að neðan:

Skráning