• þri. 06. nóv. 2018

Ný leyfisreglugerð KSÍ

Með samþykki stjórnar KSÍ 31. október sl. hefur verið birt ný útgáfa af Leyfisreglugerð KSÍ (útgáfa 4.1.). Um að er að ræða talsvert breytta reglugerð frá fyrri útgáfu og því mikilvægt að aðildarfélög KSÍ, sem leika í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, kynni sér ákvæði reglugerðarinnar ítarlega. Breytingar þessar eru tilkomnar vegna breytinga sem orðið hafa á leyfisreglugerð UEFA.

Meðfylgjandi er dreifibréf nr. 7/2018 þar sem breytingarnar eru kynntar en aðildarfélög KSÍ eru hvött til að kynna sér efni bréfsins ítarlega.

Ný útgáfa af reglugerðinni hefur verið birt á vef KSÍ.

Dreifibréf

Leyfisreglugerðin