• fim. 15. nóv. 2018
  • Landslið

A karla - Ísland mætir Belgíu í dag, fimmtudag

A landslið karla mætir Belgíu í dag, fimmtudag, í síðasta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn fer fram í Brussel og hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma (beint á Stöð 2 Sport).  Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Belga á Laugardalsvelli í september. Ljóst er að Ísland hafnar í neðsta sæti riðilsins, en sigur í leiknum gæti þó fleytt liðinu í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn fyrir undankeppni EM 2020.  Til þess að það gangi eftir þurfa úrslit í öðrum riðlum að falla með íslenska liðinu.  Þýskaland, Pólland og Króatía eru sem stendur með 1 stig.  Tólf lið eru í A deild, og 10 þeirra verða í efsta styrkleikaflokki.

Þjóðadeild UEFA

Ísland og Belgía hafa 10 sinnum áður mæst í A landsliðum karla og hafa Belgar haft sigur í öll skiptin.

Fyrri viðureignir

Ríflega 30 þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn, en leikvangurinn tekur um 45.000 áhorfendur.  Um 400 íslenskir stuðningsmenn verða á leiknum og er ljóst að þeir munu láta vel í sér heyra.

Dómarasextettinn kemur frá Ísrael og verður Orel Grinfeld með flautuna.