• fös. 16. nóv. 2018
  • Mótamál

Drög að niðurröðun fyrir Lengjubikarinn 2019

Mynd: Fótbolti.net, Hafliði Breiðfjörð

Drög að niðurröðun leikja í Lengjubikarnum 2019  hefur verið birt hér á vef KSÍ 

Athugasemdir við niðurröðun leikja ber að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 29. nóvember á netfangið: birkir@ksi.is.

Vinsamlegast hafið eftirfarandi í huga:

  • Lítið svigrúm er til breytinga eftir að mótið hefur verið staðfest. 
  • Óhjákvæmilegt er í sumum tilfellum að leikið sé á sömu dögum og æfingar landsliða fara fram. 
  • Umsjónarmenn valla eru vinsamlegast beðnir um að fara vandlega yfir það hvort leikir séu rétt tímasettir á vellina m.t.t. annarra viðburða. Hægt er að kalla fram dagatal einstakra valla á vef KSÍ með því að velja "mót" á forsíðunni, velja svo "leiki félaga" og velja þar viðkomandi völl. https://www.ksi.is/mot/felog/leikir-felaga/

Vinsamlegast komið ofangreindum upplýsingum til hlutaðeigandi aðila innan ykkar félags, m.a. til vallarstjóra viðkomandi félaga.

Meðfylgjandi í viðhengi er riðlaskipting Lengjubikarsins.

Riðlaskipting