• mið. 21. nóv. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Mótanefndar - 21. nóvember 2018

Fundur Mótanefndar 21. nóvember 2018 - Tölvupóstur

Mættir: Vignir Már Þormóðsson formaður, Björn Friðþjófsson, Þórarinn Gunnarsson, Jóhann Steinar Ingimundarson og Róbert Agnarsson.

Fundargerð ritaði: Birkir Sveinsson

Eftirfarandi var rætt:

  1. Tillaga nefndarinnar um flutning liðs í 3. deild karla
    • Formaður nefndarinnar lagði fram eftirfarandi tillögu:

      Tillaga mótanefndar um flutning liðs í 3. deild karla 2019
      Þar sem Huginn teflir fram sameiginlegu liði með Hetti næsta keppnistímabil, þarf að flytja eitt lið úr 4. deild karla í 3. deild karla. Valið stendur á milli Álftaness og Ægis. 

      Álftanes 
      Varð sigurvegari í sínum riðli í 4. deildinni 2018 og endaði í 4. sæti deildarinnar. 

      Ægir 
      Endaði í neðsta sæti 3. deildar 2018. 

      Reglugerðin
      Vegna fjölgunar í 3. deild karla 2019 úr 10 liðum og í 12 lið var farin sú leið að láta liðið í 3. sæti 4. deildar 2018 flytjast upp og láta liðið í 9. sæti 3. deildar 2018 halda sæti sínu. Neðangreint ákvæði tekur því ekki nákvæmlega á ofangreindu tilviki: 

      23.1.11. Ef lið dregur sig úr eða er vísað úr keppni, má það hefja þátttöku í 4. deild á næsta leikári. Ef um er að ræða lið í Pepsi-deild, 1., 2. eða 3. deild, skal almenna reglan vera að liðið í 3. sæti næstu deildar fyrir neðan flytjast upp um deild. Ef slíkt er afleiðing þess að þátttökuleyfi hefur ekki verið veitt eða dregið tilbaka samkvæmt leyfiskerfi KSÍ, skal þó farið eftir næstu grein, 23.1.12 

      Ætla má að ofangreint ákvæði hafi verið sett til þess að festa þá almennu reglu í sessi að flytja eigi lið upp um deild þegar taka þarf ákvörðun um flutning liðs milli deilda í tilfellum þegar lið hættir þátttöku, en að staða liða sem falla breytist ekki. 
      Við fjölgunina í 3. deild 2019 var sett sérregla um að eitt lið úr 4. deild bættist við í 3. deild og lið í 9. sæti 3. deildar heldur sæti sínu.  Með vísan til almennu reglunnar um að hætti lið þátttöku þá komi í þess stað lið úr neðri deild sem næst er því að færast á milli deilda. 
      Það er mat mótanefndar að andi ákvæðisins styðji það að flytja beri lið upp úr deildinni fyrir neðan og því beri Álftanesi, sem varð í 4. sæti 4. deildar að færast í 3. deild. 

      Tillagan samþykkt.

Fleira ekki rætt.