• sun. 02. des. 2018
  • Landslið

A karla - Ísland í riðli H fyrir undankeppni EM 2020

Dregið hefur verið í undankeppni EM 2020 og dróst Ísland í riðil með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóva og Andorra. Riðillinn verður allur leikinn árið 2019 og hefst hann í mars.

Erik Hamrén, þjálfari liðsins, hafði þetta að segja um riðilinn:

,,Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkland eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrkland og við vonum bara að góð úrslit okkar gegn þeim undanfarið haldi áfram. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum."