• mán. 03. des. 2018

Ný evrópukeppni félagsliða

UEFA hefur tilkynnt að ný Evrópukeppni muni hefjast tímabilið 2021/22. Keppnin hefur ekki jenn fengið nafn, en er kölluð Europa League 2 sem stendur.

Leikir í nýju keppninni verða leiknir á fimmtudagskvöldum og verða leikdagarnir því þeir sömu og í Evrópudeildinni.

Hún mun innihalda átta riðla og verða fjögur lið í hverjum þeirra. Eftir riðlakeppnina breytist fyrirkomulagið í útsláttarkeppni.

Sigurvegari keppninnar mun vinna sér inn sæti í Europa League að ári. Með þessari nýju keppni er ljóst að lið frá 34 löndum munu taka þátt í riðlakeppni Evrópukeppna, en í dag er talan 26. Öll knattspyrnusambönd munu halda sama kvóta í Evrópukeppnum eins og áður.

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hafði þetta að segja um hið breytta fyrirkomulag:

,,Það hefur verið víðtæk krafa um það að líkur allra liða aukist að taka þátt í fleiri Evrópuleikjum. Tekist hefur að svara því með skipulagðri nálgun í samræmi við markmið UEFA að hafa bæði meiri gæði og þátttöku í félagsliðakeppnum okkar."