• þri. 04. des. 2018
  • Fræðsla

KSÍ hlaut hvatningarverðlaun ÖBÍ

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands voru afhent í tólfta sinn á mánudagskvöld.  Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Þá eiga verðlaunin að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu í málaflokknum og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk.  KSÍ hlaut verðlaun í flokknum Umfjöllun og kynningar "fyrir ómetanlegan stuðning við kynningarátak Parkinsonsamtakanna - Sigrum Parkinsons".  Guðni Th. Jóhannessen afhenti verðlaunin og tóku Guðni Bergsson formaður KSÍ og Ómar Smárason markaðsstjóri við verðlaununum fyrir hönd KSÍ.

Nánar

Mynd:  Vefur ÖBÍ / Rut&Silja

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og formanni og framkvæmdastjóra ÖBÍ.