• mán. 07. jan. 2019
  • Mótamál
  • Futsal

Vængir Júpíters Íslandsmeistarar innanhúss

Vængir Júpíters varð um helgina Íslandsmeistari innanhúss í meistaraflokki karla með 4-3 sigri gegn Augnablik. Þetta er í annað árið í röð sem liðið vinnur titilinn.

Á leið sinni í úrslitaleikinn unnu Vængir Júpíters 6-4 sigur gegn Kormáki/Hvöt í 8 liða úrslitum og 5-4 sigur gegn Víking Ólafsvík í undanúrslitunum.

Til hamingju Vængir Júpíters!