• þri. 15. jan. 2019
 • Fundargerðir
 • Stjórn KSÍ

2214. fundur stjórnar KSÍ - 8. janúar 2019

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir, Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Ragnhildur Skúladóttir, Valgeir Sigurðsson og Vignir Már Þormóðsson. 
Mættir varamenn:  Ingvar Guðjónsson og Kristinn Jakobsson.

Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.   

Fjarverandi:  Jóhann Torfason varamaður í stjórn.  

Þetta var gert:

 1. Fundargerð síðasta fundar
 2. Niðurstöður starfshóps um breytingar á lögum KSÍ
  • Gísli Gíslason kynnti niðurstöður fundar fulltrúa ÍTF og KSÍ sem fram fór 7. janúar.  Stjórn ræddi fyrirliggjandi tillögur og fól Guðna Bergssyni formanni og Gísla Gíslasyni að ganga frá þeim.  Í framhaldinu verða þær senda aðildarfélögum KSÍ til kynningar.  Stjórn þakkaði Gísla fyrir hans miklu vinnu í þessu máli.

 3. Ársþing
  • Framkvæmdastjóri kynnti umræðu á fundi fjárhagsnefndar sem fram fór fyrr í dag.  Unnið er að uppgjöri árins 2018.  Vinna við fjárhagsáætlun 2019 gengur ágætlega en fjárhagsnefnd vinnur nú að greiningu einstakra útgjaldaþátta.  Samhliða gerð fjárhagsáætlunar 2019 er verið að vinna í yfirliti yfir tekjur og gjöld sambandsins 2019-2022 til glöggvunar á rekstrargrunni næstu ára.
  • Lokafrestur til að skila framboðum til stjórnar er 26. janúar næstkomandi.  Í miðjum janúar verður sent út bréf til aðildarfélaga og auglýst eftir framboðum til stjórnar.
  • Lokafrestur til að skila tillögum fyrir ársþingið er 9. janúar næstkomandi.   
  • Rætt um málþing sem haldið verður 8. febrúar næstkomandi í tengslum við ársþingið.  Enn er unnið að dagskrá málþingsins.  Þegar dagskrá liggur fyrir verður hún send til aðildarfélaga ásamt kynningu á stefnumótun KSÍ.

 4. Vignir Már Þormóðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamál sambandsins
  • Búið að birta niðurröðun efstu deilda karla og kvenna.   Í vikunni verður birt niðurröðun í 2. og 3. deild karla.   
  • Lokadagur til að tilkynna þátttöku í mótum sumarsins er á morgun.
  • Keppni í Íslandsmótinu í Futsal er lokið.  Vængir Júpiters báru sigur úr býtum í meistaraflokki karla og Selfoss í meistaraflokki kvenna.

 5. Landsliðsmál
  • Stjórn bókaði þakkir til Eyjólfs Sverrissonar og Tómasar Inga Tómassonar og annarra starfsmanna U21 karla fyrir góð störf.
  • Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn þjálfari U21 karla og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari.   
  • Lúðvík Gunnarsson hefur verið ráðinn yfirmaður hæfileikamótunar KSÍ.

 6. Önnur mál
  • Kristinn Jakobsson formaður dómaranefndar fór yfir dómaramál sambandsins.   
  • Tekið var fyrir bréf frá Dalvík vegna úthlutunar úr mannvirkjasjóð 2018.  Stjórn samþykkti að gefa Dalvík frest til 2019 til að ljúka framkvæmdum.
  • Tekið var fyrir bréf frá Stjörnunni vegna úthlutunar úr mannvirkjasjóði 2018.  Málinu var vísað til formanns mannvirkjanefndar og framkvæmdastjóra til skoðunar og verður síðan tekið til afgreiðslu á næsta stjórnarfundi.
  • Næsti fundur stjórnar verður 31. janúar.

Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 19:40.