• mán. 28. jan. 2019
  • Mannvirki

30 ára starfsafmæli mannvirkjanefndar KSÍ

Mannvirkjanefnd KSÍ var sett á laggirnar árið 1989 og fagnar því 30 ára afmæli um þessar mundir.  Verkefni mannvirkjanefndar eru ærin og hafa vaxið mjög eftir því sem árin færast yfir. Í starfsreglum mannvirkjanefndar er fjallað um helstu verkefni og þar kemur m.a. fram að nefndin sé stjórn KSÍ og aðildarfélögum sambandsins til ráðgjafar um knattspyrnumannvirki, og að nefndin annist flokkun knattspyrnuvalla og gerir tillögur til stjórnar KSÍ um veitingu vallarleyfa.  Að auki kemur fram í starfsreglunum að meðal helstu verkefna sé að „efla þekkingu á sviði skipulags, rannsókna, framkvæmda og reksturs tengdum knattspyrnumannvirkjum“.

Myndin hér að neðan er frá fundi nefndarinnar í Jónshúsi í Kaupmannahöfn í nóvember 2007. 

Frá vinstri:  Þorbergur Karlsson, Jón Runólfsson, Kristján Ásgeirsson, Lúðvík S. Georgsson, Jóhann G. Kristinsson og Ásthildur Helgadóttir (Þorbergur og Jón hafa verið í nefndinni öll 30 árin).