• fös. 01. feb. 2019
  • Ársþing

Rekstur í jafnvægi

Rekstur KSÍ á árinu 2018 var hagstæðari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstrartekjur sambandsins námu 2.431 mkr., en áætlun gerði ráð fyrir 2.419 mkr. Rekstrarkostnaður KSÍ var undir áætlun, eða 1.929 mkr, en áætlun gerði ráð fyrir 2.014 mkr. Rekstrarhagnaður ársins fyrir fjármagnsliði og ráðstöfun til aðildarfélaga nam 502 mkr.

Á árinu ráðstafaði KSÍ 331 mkr. beint til aðildarfélaga, vegna HM karla í Rússlandi, styrkja til barna- og unglingastarfs, leyfiskerfis, o.fl.

Eigið fé KSÍ var 746 mkr. í árslok 2018.

Fjárhagsnefnd KSÍ hefur, við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2019, unnið að rekstraráætlun fyrir árin 2020 til 2022 til glöggvunar á rekstrargrunni næstu ára. Fjárhagsáætlun 2019 tekur mið af því umfangi sem reksturinn getur borið til næstu fjögurra ára.

Fjárhagsstaða KSÍ er traust og reksturinn í jafnvægi.

Skýrsla stjórnar

Ársreikningur 2018

Rekstraryfirlit vegna HM 2018 í Rússlandi

Fjárhagsáætlun 2019

Skýrslur nefnda

Allt um ársþing KSÍ 2019