• mán. 04. feb. 2019
  • Mótamál
  • Reglugerðir

Breytingar á reglugerðum KSÍ um deildarbikarkeppnir

Mynd: Fótbolti.net | Hafliði Breiðfjörð

Á fundi stjórnar KSÍ, 31. janúar sl., samþykkti stjórn KSÍ breytingar á reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla annars vegar og reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni kvenna hins vegar.

Um er að ræða breytingu sem unnin var af dómaranefnd KSÍ eftir yfirferð nefndarinnar á núgildandi reglugerðum um Deildarbikarkeppni KSÍ. Samkvæmt knattspyrnulögunum ber dómara að stöðva leik þegar knöttur fer í þak knattspyrnuhúsa og láta knöttinn falla sem næst þeim stað sem knötturinn fer í þakið. Með því að hafa sér ákvæði í reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla og kvenna, líkt og verið hefur undanfarin ár, er misræmi í leikreglum á milli deildarbikarsins og annarra móta, þ.e. Íslandsmóta og bikarkeppna. Framangreindar breytingar gera það að verkum að samræmi er á milli leikreglna að þessu leyti í öllum mótum.

Dreifibréf nr. 2 2019

Breytingar á reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni karla

Breytingar á reglugerð KSÍ um deildarbikarkeppni kvenna