• mið. 13. feb. 2019
  • Fundargerðir
  • Stjórn KSÍ

2216. fundur stjórnar KSÍ - 8. febrúar 2019

Mættir:  Guðni Bergsson formaður, Guðrún Inga Sívertsen, Borghildur Sigurðardóttir,  Gísli Gíslason, Ingi Sigurðsson, Magnús Gylfason, Valgeir Sigurðsson og Vignir Már Þormóðsson. 
Mættir varamenn:  Ingvar Guðjónsson og Jóhann Torfason.
Mættir landshlutafulltrúar:  Bjarni Ólafur Birkisson, Björn Friðþjófsson, Jakob Skúlason og Tómas Þóroddsson.

Þá sat Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri fundinn og ritaði fundargerð.   

Fjarverandi:  Ragnhildur Skúladóttir (aðalmaður í stjórn) og Kristinn Jakobsson (varamaður í stjórn).

Þetta var gert:

Á milli funda samþykkti stjórn (án aðkomu þeirrra sem hér eru nefnd) á rafrænan hátt að sæma Guðrúnu Ingu Sívertsen, Vigni Má Þormóðsson, Ingvar Guðjónsson og Kristinn Jakobsson gullmerki KSÍ fyrir störf þeirra í þágu íslenskrar knattspyrnu.  

  1. Fundargerð síðasta fundar
  2. Ársþing
    • Borghildur Sigurðardóttir, gjaldkeri stjórnar kynnti ársreikning sambandsins 2018.
    • Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ kynnti fjárhagsáætlun 2019 og drög að greinargerð með fjárhagsáætlun.
    • Stjórn samþykkti tillögu Gísla Gíslasonar um breytingu á tillögu á þingskjali 7 og verður breytingin lögð fram sem þingskjal 7b.  Stjórn ítrekar að þar sem breytingar á lögum sérsambanda taka ekki gildi fyrr en framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur samþykkt þær er það álit stjórnar að ekki eigi að leitast við því að kjósa á ársþinginu eftir nýjum lögum þó að þau verði samþykkt á þinginu.
    • Stjórn samþykkti að bjóða þeim félögum sem fullnægja ekki kröfum um stöðuga þátttöku sæti á þinginu sem gestir.  

  3. Fjármál.
    • Stjórn samþykkti eftirfarandi tillögu fjárhagsnefndar: 
      Í ljósi sterkrar eiginfjárstöðu KSÍ samþykkir stjórn KSÍ að skipa starfshóp sem falið verður að gera tillögur til stjórnar varðandi eftirfarandi atriði: 

      a) Hvert skuli vera markmið KSÍ varðandi óráðstafað eigið fé og sjóðsstöðu sambandsins. 

      b) Hvort rétt sé að lækka eigið fé sambandsins út frá niðurstöðu ársreiknings ársins 2018. 

      Í þessu sambandi skal taka til sérstakrar skoðunar sjóðsstöðu og greiðsluflæði sambandsins og verkefni, m.a. með tilliti til hertra reglna FIFA um meðhöndlun styrkja, og þann hluta handbærs fjár sem eru fyrirframgreiddar tekjur vegna sérgreindra verkefna.   

      Starfshópurinn leggi einnig fram tillögur um leiðir ef niðurstaðan verður að lækka eigið fé sambandsins og hvernig best megi nýta það fjármagn.

  4. Leyfismál 
    • Öll 24 félögin sem undirgangast leyfiskerfi KSÍ fyrir keppnistímabilið 2019, þ.e. félögin í Pepsi-deild karla og Inkasso-deild karla, hafa skilað leyfisgögnum. Leyfisstjórn hefur þegar farið yfir gögnin og gert athugasemdir þar sem við á.  Staðfest að greiðslur KSÍ vegna leyfiskerfisins eru 1.400.000.- til félaga í Pepsi-deild karla (skv. samningi við ÍTF) og 1.050.000.- til félaga í Inkasso deild karla

  5. Vignir Már Þormóðsson formaður mótanefndar fór yfir mótamál sambandsins en undirbúningur komandi tímabils gengur samkvæmt áætlun.

  6. Borghildur Sigurðardóttir nefndarmaður í dómaranefnd KSÍ fór yfir dómaramál sambandsins en ráðstefna dómara fór fram um síðustu helgi og gekk vel. 
     
  7. Önnur mál 
    • Rætt um málefni landshluta.  
      • Formaður sambandsins, landshlutafulltrúi Austurlands og yfirmaður hæfileikamótunar heimsóttu félögin á Austurlandi um síðustu helgi.  
      • Björn og Vignir hafa heimsótt öll félögin á Norðurlandi.  Björn er að vinna að samantekt yfir þau atriði úr þeim heimsóknum sem þarf að taka til skoðunar til framtíðar.    
      • Jakob, Jóhann og Gísli hafa heimsótt flest félögin á Vesturlandi.  Jakob ræddi um stöðuna á Vestfjörðum og um samstarf ÍA, Kára og Skallgríms sem hann telur vera framfaraskref.  
      • Tómas ræddi um stöðuna á Suðurlandi, en þar hefur undanfarið verið rætt um meira samstarf félaganna á svæðinu.  
    • Jóhann Torfason ræddi um mikilvægi þess að koma hinu mikilvæga starfi sambandsins á framfæri, sbr. þegar U17 landslið karla varð Norðurlandameistari.  
    • Ingi Sigurðsson fjallaði um vinnu starfshóps um ferðakostnað.
    • Guðrún Inga Sívertsen greindi frá formannafundi Norðurlandanna sem fram fór í Róm í gær.  Á dagskránni var m.a. e-sport.
    • Guðni Bergsson þakkaði Guðrún Ingu, Vigni, Ingvari og Kristni fyrir góð störf í þágu KSÍ.
    • Vignir, Ingvar og Guðrún Inga þökkuðu fyrir ánægjulegt samtarf.  Öll þrjú lögðu áherslu á að þau væru ekki hætt afskiptum af knattspyrnu og að málefni knattspyrnunnar ætti að afgreiða innan hreyfingarinnar með jákvæðni og heiðarleika að leiðarljósi.

    Fleira var ekki á dagskrá og var fundi slitið kl. 15:00.