• fös. 22. feb. 2019
  • Hæfileikamótun

Hæfileikamótun N1 og KSÍ var í Vestmannaeyjum á dögunum

Í síðustu viku fóru Lúðvík Gunnarsson og Elías Örn Einarsson, þjálfarar í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, í heimsókn til Vestmannaeyja.

Að þessu sinni voru æfingarnar tvær, ein á þriðjudegi og ein á miðvikudegi, og voru þær fyrir leikmenn í 4.flokki karla og kvenna. Í heildina tóku 35 leikmenn þátt í þessum æfingum og stóðu sig vel.

Æfingarnar voru fyrir 4.flokk karla og kvenna og æfði hvor hópur um sig tvisvar. Fyrri æfingarnar voru á þriðjudegi og æfðu flokkarnir þá í sitthvoru lagi. Síðari æfingin var á miðvikudagsmorgni og var hún sameiginleg. Þá var Lúðvík með fund á þriðjudegi þar sem farið var yfir ýmislegt sem m.a. tengist hæfileikamótun og landsliðum. Alls tóku 35 leikmenn þátt í þessum æfingum og fundi og stóðu sig með sóma.

Lúðvík og Elías kunna Vestmannaeyingum bestu þakkir fyrir góðar móttökur og gott samstarf.