• mán. 04. mar. 2019
  • Landslið
  • A karla

Samkomulag við Heimi Hallgrímsson og Helga Kolviðsson

KSÍ, Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson hafa náð samkomulagi varðandi árangurstengdar greiðslur vegna þátttöku A landsliðs karla í riðlakeppni fyrir HM 2018.

Sameiginleg yfirlýsing aðila:

Undirrituðum er ánægja að staðfesta að samkomulag hefur náðst á milli aðila varðandi árangurstengdar greiðslur vegna þátttöku A landsliðs karla í riðlakeppni fyrir HM 2018. Skiptar skoðanir voru um túlkun á tilteknum samningsákvæðum sem nú hefur verið leyst úr með sátt aðila þar um. Aðilar skilja sáttir og þakklátir fyrir farsælt samstarf og óska hvor öðrum velfarnaðar í komandi verkefnum.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ

Heimir Hallgrímsson

Helgi Kolviðsson