• fös. 15. mar. 2019
  • Dómaramál

Bríet Bragadóttir og Rúna Kristín Stefánsdóttir dæma í milliriðli undankeppni EM2019 hjá U17 kvenna

Bríet Bragadóttir, dómari, og Rúna Kristín Stefánsdóttir, aðstoðardómari, dæma í milliriðli undankeppni EM 2019 hjá U17 kvenna 20.-26. mars.

Riðillinn fer fram í Edinborg í Skotlandi og ásamt Skotum eru Þýskaland, Noregur og Írland í riðlinum.

Bríet og Rúna Kristín hefja leik 20. mars þegar þær dæma leik Þýskalands og Skotlands. Þær verða síðan aftur að störfum á leik Skotlands og Írlands 26. mars.

Myndir - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð