• mán. 25. mar. 2019
  • Landslið
  • A karla

A karla - Ísland leikur gegn Frakklandi á mánudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland mætir Frakklandi á mánudag í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2020 og fer leikurinn fram á Stade de France í París. Hefst hann kl. 19:45 að íslenskum tíma.

Liðið mætti Andorra á föstudaginn og vann þar góðan 2-0 sigur með mörkum frá Birki Bjarnasyni og Viðari Erni Kjartanssyni.

Þetta verður í 14. skipti sem liðin mætast. Fjórir leikir hafa endað með jafntefli og Frakkar hafa unnið níu. Þjóðirnar mættust síðast 11. október 2018 og endaði sá leikur með 2-2 jafntefli, en um var að ræða vináttuleik.

Þau mættust hins vegar í fyrsta skipti þann 2. júní 1957 í HM 1958 og endaði sá leikur með 8-0 sigri Frakklands. Hér að neðan má lesa stutta grein um leikinn, en þar má einnig sundankeppni já klippu úr leiknum.

Grein um leikinn