• mán. 25. mar. 2019
  • Leyfiskerfi

Útgefið þátttökuleyfi á aukafundi leyfisráðs KSÍ

Leyfisráð KSÍ samþykkti síðastliðinn föstudag leyfisumsókn ÍBV í Pepsi Max deild karla fyrir keppnistímabilið 2019. Ákvörðun vegna leyfisumsóknar ÍBV hafði verið frestað á fundi ráðsins þann 20. mars. Þátttökuleyfið, sem samþykkt var á aukafundi ráðsins, var gefið út með fyrirvara vegna frekari gagnaskila 31. mars næstkomandi.  Þar með hafa öll 24 félög í efstu tveimur deildum karla fengið útgefin þátttökuleyfi, en þó 5 þeirra með fyrirvörum vegna frekari gagnaskila 31. mars næstkomandi.

Leyfiskerfi KSÍ