• mán. 01. apr. 2019
  • Mótamál

ÍA og KR mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla

ÍA og KR mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla sunnudaginn 7. apríl kl. 19:15, en leikurinn fer fram á Eimskipsvellinum í Laugardal.

ÍA vann KA í undanúrslitum 4-0 á meðan KR sló út FH með 3-2 sigri.

KR-ingar hafa oftast allra hampað sigri í Lengjubikarnum, eða 7 sinnum, en Skagamenn hafa unnið lengjubikarinn þrisvar.

Miðaverð

1500 krónur.

Frítt fyrir 16 ára og yngri.

Allir á völlinn!